Spilalist
Talnalist
Talnalist
Talnalist er tilvalið til kennslu á tölustöfunum og fjöldanum á bak við þá, fyrstu skrefin í samlagningu og frádrætti. Á einfaldan og skemmtilegan hátt.
Spilið inniheldur:
Spil með tölustöfunum frá 0-9 án mynda.
Spil með fjölda á móti tölustöfum.
Spil með táknunum + - =.
Spil með bros- og fýlukörlum
Leiðbeiningaspjöld
Hægt er að spila spilið á marga vegu, meðal annars sem:
-Veiðimaður
-Samstæðuspil
-Setja upp dæmi
VEIÐIMAÐUR:
Notið eitt sett af hverri samstæðu, t.d. spil með einni fimmu á móti spili með fimm punktum, eitt svona sett er einn slagur. Markmiðið er að para saman tölustafinn og fjöldann á bak við. Einnig er tvö + spil einn slagur o.s.frv. Ef dregin er bros- eða fýlukarl er fylgt þeim upplýsingum sem á þeim spilun eru.
SAMSTÆÐUSPIL:
Notið eitt sett t.d. spil með níu á móti spili með níu punktum. Spilin eru lögð á grúfu og parað er saman tölustaf á móti fjölda, samasem- , plús-, mínusspil, bros- og fýlukarlar, eru einnig pöruð saman. Ekki þarf að nota öll þessi spil í einu, t.d. má nota aðeins þær tölur sem barnið er búið að læra eða er að læra og bæta svo smátt og smátt við.
Dæmaspil:
Spil með tölustöfum/punktum, sett er upp dæmi í samlagningu/frádrætti og útkomu. Spilað tveir saman sem skiptast á að setja upp dæmi, þar sem þarf að finna útkomu eða útkoman er komin og þarf að finna það sem vantar í dæmið til að það gangi upp t.d. 7+_=9, 8-5=_ eða 10=_+_. Bros- og fýlukarlar gilda allt. Gefa má hverju réttu dæmi stig, sá vinnur sem hefur reiknað fleiri rétt dæmi.
Fyrir þá sem vilja leira tölustafina, fjöldann og táknin, þá er hægt að leira ofan á spilið því það er með húð sem og auðvelt að þurrka af.
